Veifaði tölvunni út um gluggann á bílnum

Drake og Lil Yachty eru miklir vinir.
Drake og Lil Yachty eru miklir vinir. Samsett mynd

Rapparinn Drake deildi myndskeiði á Instagram-síðu sinni í vikunni þar sem hann sést veifa leikjatölvu út um gluggann á bifreið sinni. Í bílnum við hliðina á Drake var rapparinn Lil Yachty og gefur Drake í skyn að Lil Yachty sakni tölvunnar sinnar.

Í lokin fær Lil Yachty þó tölvuna sína og virðist himinlifandi.

Netverjar hafa deilt um það eftir að myndskeiðið fór í dreifingu hvers konar leikjatölva sé um að ræða og glöggir einstaklingar hafa borið kennsl á kassann utan um tölvuna.

Sést þar greinilega að um er að ræða hið gríðarvinsæla Steam Deck. 

Hvað er Steam Deck?

Steam Deck er færanleg leikjatölva en ekki þarf að vera tengdur skjá eða sjónvarpi til þess að nota hana og líkist hún því tölvum á borð við Playstation Portable og Nintendo Switch.

Valve gaf tölvuna út í febrúar 2022 og hefur tölvan fengið mikið lof síðan.

Hægt er að versla leiki á Steam og spila þá hvar sem er í heiminum, hvenær sem er, með Steam Deck.

Steam Deck kostar um 60.000 íslenskar krónur.
Steam Deck kostar um 60.000 íslenskar krónur. Skjáskot/Steam

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is