Fyrrum rafíþróttamaður skiptir yfir í bardagaíþróttirnar

Upphandleggurinn frægi.
Upphandleggurinn frægi. Skjáskot/PGL

Fyrrum rafíþróttamaðurinn Jarosław Jarząbkowski betur þekktur sem „PashaBiceps“ hefur tekið upp bardagahanskana og keppir í MMA innan tíðar. Pasha keppti í Counter-Strike í áraraðir með liðinu Virtus Pro.

Þekkir vel til

Þann 18. mars næstkomandi fer fram viðburður í heimalandi hans, Póllandi, sem ber nafnið Polish HighLeague. Viðburðurinn fer fram í borginni Katowice, í sömu höll og stórmótið IEM Katowice fer fram ár hvert.

Pasha er ekki kominn með andstæðing fyrir viðureignina en reiknað er með frægum pólskum andstæðingi til þess að reyna hífa upp áhorfendatölur á mótinu.

Reynir fyrir sér í annað sinn

Þetta verður þó ekki fyrsti bardagi PashaBiceps en hann keppti í febrúar árið 2022 gegn pólskum líkamsræktarfrömuði þekktur sem „Owca WK“. Pasha vann þá viðureign með rothöggi í annarri umferð. 

Pasha þekkir vel til borgarinnar Katowice og íþróttahallarinnar Spodek, sem viðburðurinn fer fram í, en hann spilaði margoft í höllinni með Virtus Pro og vann stórmótið þar árið 2014. 

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is