Fyrsta stórmót ársins haldið í Póllandi

Mótið hefst í vikunni.
Mótið hefst í vikunni. Ljósmynd/IEM

Fyrsta stórmót ársins í Counter-Strike með áhorfendum hefst miðvikudaginn 1. febrúar. Mótið stendur yfir í um tvær vikur og endar með úrslitaleik þann 12. febrúar.

24 lið takast á um titilinn en mótið hefst á umspili þar sem 16 lið berjast um átta síðustu sætin í úrslitakeppninni.

Mótið hefst á tvíþættri útsláttarkeppni (e. double elimination) sem þýðir að lið sem tapar fyrsta leiknum sínum fær annað tækifæri til að vinna sig upp í úrslitin.

Frá 16 liða úrslitum eru viðureignirnar undir BO3 fyrirkomulaginu, tveir sigrar til þess að vinna viðureignina, en úrslitaleikurinn verður leikinn undir BO5 fyrirkomulaginu.

Verðlaunafé fyrir fyrsta sæti á mótinu eru 400.000 bandaríkjadollarar. 

Sigurstranglegustu liðin:

Faze

Faze endaði síðasta ár illa en er með betri Counter-Strike liðum í heimi. Liðið samanstendur af þeim Karrigan, Broky, Twistzz, Ropz og Rain en þeir eru allir með betri leikmönnum heims í sínum stöðum. 

Mynd/PGL

Heroic

Heroic hefur sýnt það á undanförnum mánuðum að þeir hafa allt sem þarf til þess að vinna stóra titla. Þeir töpuðu í úrslitum á síðasta stórmóti í Brasilíu en unnu mótið þar á eftir, BLAST Premier Fall Final.

Mynd/PGL

G2 Esports

Franska liðið átti erfitt uppdráttar á síðasta ári og misstu þeir af stórmótinu í Brasilíu og þurftu því að vinna mikið saman að reyna leysa vandamálin í liðinu. Þeir sýndu góða takta á BLAST Premier World Final í desember 2022.

Mynd/BLAST

Team Liquid

Liquid er lið sem getur fallið á báða bóga, einn daginn eru þeir með betri liðum heims en hinn daginn eiga þeir erfitt uppdráttar. Bandaríska liðið mun reyna allt sem þeir geta til þess að sýna heiminum að Bandaríkin eigi heima á þessum vettvangi rafíþrótta.

Mynd/Liquid

Vitality

Vitality leggur allt í sölurnar á þessu ári. Þeir fengu leikmenn frá Astralis, Dupreeh og Magisk og fóru því úr því að vera franskt lið í það að vera með leikmenn frá fleiri löndum. Vitality náði ekki því flugi sem þeim var ætlað í fyrra en þeir vonast eftir því að byrja árið vel á þessu fyrsta stórmóti.

Mynd/Vitality

Mótið hefst klukkan 10 að íslenskum tíma, morguninn 1. febrúar.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is