Fimmta útgáfan fær uppfærslu fimm árum síðar

Leikurinn Far Cry 5 fékk góðar viðtökur árið 2018.
Leikurinn Far Cry 5 fékk góðar viðtökur árið 2018. Skjáskot/Steam

Tölvuleikjaframleiðandinn Ubisoft hefur gefið út að leikur þeirra, Far Cry 5, fái uppfærslu í lok mars til þess að fagna afmæli leiksins. Far Cry 5 kom út árið 2018 og gegnir spilari hlutverk lögreglustjóra í smábænum Hope County í Montana.

Þarf að ná völdum á ný

Gengi hafa náð stjórn á þorpinu og því verk að vinna fyrir lögreglustjórann að ná völdum á ný. Lögreglustjóranum mistekst að handtaka formann gengisins og þarf því hjálp almennra borgara til þess að reyna taka gengið niður.

Ubisoft birti á Twitter-síðu sinni að næstu þrjár vikur yrðu haldnar hátíðlegar í leiknum sem endar svo með uppfærslu þann 27. mars næstkomandi, og uppfærsla fyrir nýjar leikjatölvur sem styðja meiri gæði.

Leikurinn Far Cry 5 fékk góðar viðtökur árið 2018 og var munurinn milli þess leiks og fyrri leikjum heilmikill.

Margir spilarar sögðu þó vanta betri söguþræði persóna og að hefði mátt skrifa meiri baksögu á suma þeirra, en þó náði leikjaframleiðandinn að gefa leikinn út án margra galla.

mbl.is