Smíðaði stærstu Nintendo tölvu heims

Nintendo 3DS tölvan var gríðarlega vinsæl.
Nintendo 3DS tölvan var gríðarlega vinsæl. Mynd/TOBIAS SCHWARZ

Þrátt fyrir að nokkur ár séu síðan Nintendo hætti framleiðslu á tölvunni Nintendo 3DS á hún dygga aðdáendur. Youtube-stjarna að nafni „BigRig“ ákvað að venjulega tölvan væri ekki nóg heldur vildi hann byggja þá stærstu í heimi.

Hann er frægur fyrir að hanna tölvur og íhluti í stærri kantinum og því kemur ekki á óvart að hann taki að sér svona stórt verkefni.

Hann sýnir frá ferlinu í nýju myndskeiði og þar má sjá að allir takkar virka og gegna hlutverki, stór snertiskjár sem virkar og stór stýripinni er á tölvunni og því vel hægt að spila tölvuleiki á henni.

Í myndskeiðinu sýnir hann frá því að hægt er að spila leiki á borð við Super Smash Bros, Pokemon X og Animal Crossing.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is