Mikil vonbrigði eftir fjögurra mánaða bið

Í Need for Speed leikjunum er hægt að aka „alvöru“ …
Í Need for Speed leikjunum er hægt að aka „alvöru“ bílum frá heimsins fínustu og dýrustu framleiðendum. Dodge Viper og McLaren MP4-12C etja kappi. Skjáskot/NeedforSpeed

Margir biðu spenntir eftir nýrri uppfærslu leiksins Need for Speed Unbound en allt kom fyrir ekki. Leikurinn fékk góðar viðtökur þegar hann kom á markað síðla árs 2022 en síðan þá hefur ekki mikið gerst.

Fyrstu viðbrögð voru góð en margir hafa tjáð sig um hvað vanti í leikinn til þess að hann verði betri en engar uppfærslur voru gerðar fyrstu fjóra mánuði leiksins.

Þar sem leikurinn var ekki fullkominn voru spilarar spenntir að sjá fyrstu uppfærsluna og hvort yrði tekið á þeim málum sem rætt var um á spjallþráðum leiksins víða á internetinu.

A$AP Rocky er einn af tónlistarmönnum leiksins.
A$AP Rocky er einn af tónlistarmönnum leiksins. Grafík/EA

Lítið í gangi

Engir nýir bílar, litlar breytingar en góðar fréttir fyrir framtíðina beið spilurum eftir uppfærsluna.

Electronic Arts, framleiðandi leiksins, gaf út tilkynningu þess efnis að seinna í mars yrðu tveir nýir bílar gerðir aðgengilegir í netspilun sem og eltingarleikir við lögregluna kæmu yfir í netspilunina, en hingað til hafa netspilarar sloppið við að þurfa flýja lögregluna.

Seinna í mars mun einnig koma nýr bíll sem margir eru spenntir fyrir en þó er ekki víst að næsta uppfærsla muni standast væntingar heldur.

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is