Langmest af því afþreyingarefni sem er í boði á Íslandi er aðgengilegt á íslensku en tölvuleikir hafa þó sjaldan verið þýddir yfir á móðurmál landsins eins og gert er til dæmis í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Spáni og í fleiri löndum.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun rafíþróttavefsins væru þó flestir lesendur vefsins til í að geta spilað tölvuleik á íslensku í stað útlensku.
Þeir sem sögðust vera til í að spila tölvuleik á íslensku voru 45,6% svarenda meðan þeir sem hafa ekki áhuga á því voru 37,4% en 17% svarenda sögðust ekki hafa sterka skoðun á því.
Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af niðurstöðum skoðanakönnunarinnar og hefur ný könnun verið sett af stað nú þegar.