Aron fær fá svör hjá ÍSÍ

Aron Ólafsson er framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands.
Aron Ólafsson er framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Samsett mynd

Fyrir helgi fengu rafíþróttir sitt pláss innan íþróttasviðs Svíþjóðar eftir kosningu. Svíþjóð og Finnland hafa því samþykkt rafíþróttir sem íþróttir. Málið var tekið fyrir og rætt um kosti og galla rafíþrótta og hvers vegna ætti að taka íþróttina inn en 108 kusu með þeirri ákvörðun og 71 gegn.

Viðurkenningin hjálpar rafíþróttavettvangi Svíþjóðar mikið en nú verður hægt að halda fleiri stórmót þar í landi án mikilla vandræða. Árið 2021 átti að fara fram stórmót í Counter-Strike en vegna þess að rafíþróttir voru ekki viðurkennd íþrótt fengu bestu rafíþróttamenn heimsins ekki heimild til þess að fljúga til landsins í kórónuveirufaraldrinum.

Það hefði þó gengið hefðu rafíþróttir verið viðurkenndar. 

Lítið um svör

Framkvæmdarstjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, Aron Ólafsson, segist hissa á að ekki sé búið að taka þetta mál fyrir hér á landi og hann hafi reynt að fá svör frá ÍSÍ hver staðan á rafíþróttum sé á Íslandi. 

„Við náum ekki viðurkenningu á alþjóðavettvangi og því getum við ekki verið fullgildir meðlimir erlendra rafíþróttasamtaka. Þessi viðurkenning á rafíþróttum sem íþrótt myndi hjálpa að koma okkur á hærra stig“. Aron segir einnig að hann hafi reynt að ná sambandi við skrifstofu ÍSÍ en fá eða engin svör borist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka