Hægt að stjórna sínu eigin liði í Formúlu 1

Leikurinn kemur á markað í lok júlí.
Leikurinn kemur á markað í lok júlí. Skjáskot/F1Manager22

Leikurinn F1 Manager 2023 kemur á markað í lok júlí og er framleiddur af tölvuleikjafyrirtækinu Frontier. F1 Manager kom fyrst út á síðasta ári og voru margir aðdáendur Formúlunnar spenntir að fá að spreyta sig í liðsstjórnun með því að taka yfir lið á borð við Red Bull eða Ferrari.

Þarf gott skipulag

Spilari þarf að huga að mörgu, setja saman bíl, velja bílstjóra, setja upp skipulag og áætlanir og taka mikilvægar ákvarðanir í miðri keppni. Fyrri leikurinn sló í gegn en fljótlega komu í ljós ýmsir gallar í leiknum sem gerðu upplifunina verri en hún hefði geta verið.

Frontier gaf út tilkynningu nokkru eftir að þessir gallar komu í ljós þess efnis að ekki væri unnt að laga gallanna vegna þess að framleiðsla á nýjum leik væri hafin og öll athyglin sett í þann leik. 

Leikurinn kemur á markað 31. júlí en þeir sem forpanta leikinn geta hafið spilun fjórum dögum fyrr, eða þann 27. júlí. Hægt verður að spila leikinn á borðtölvum og leikjatölvunum Playstation og Xbox.

Spilari getur valið eitt af 10 liðunum sem taka þátt í Formúlunni og hvert lið er með sín markmið og áskoranir, það getur því verið erfiðara að taka við liðum sem eru með háleitari markmið en önnur. 

Skjáskot/F1Manager22
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert