Greiddu fótboltamönnunum einungis 70.000 krónur

Leikurinn kemur á markað sumarið 2024.
Leikurinn kemur á markað sumarið 2024. Skjáskot/EASports

Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports hannar tölvuleik í kringum ameríska háskólafótboltann í fyrsta skipti síðan árið 2013 en ein af meginástæðum þess að leikurinn hefur ekki komið út í 10 ár eru samningamál.

Háskólafótboltaráðið, NCAA, bannaði samningagerð við tölvuleikjaframleiðendur í kjölfarið á útgáfu leiksins árið 2013 og bannaði leikmönnum að þiggja greiðslur fyrir það að birtast í tölvuleikjum.

Nú er búið að leyfa greiðslurnar á ný þar sem leikmenn deildarinnar fá stóra samninga frá vörumerkjum og taka þátt í auglýsingaherferðum. Nokkur óánægja ríkir þó í deildinni eftir að kom í ljós að EA Sports greiðir leikmönnum lága upphæð fyrir nafnrétt leikmannanna. 

„Fáranlega lág upphæð“

EA Sports hefur ráðstafað 700 milljónum króna til þess að skrifa undir samninga við leikmenn en ef upphæðinni er deilt með fjölda leikmanna þá gera það einunigs um 70.000 krónur á haus. Leikmönnum deildarinnar hafa nú verið beðnir um að neita samningnum.

„Þetta er fáránlega lág upphæð, miðað við stærð leiksins og hve mikið framleiðandinn mun græða. Í samræmi við NFL deildina er þetta fáránlegt, þar fá leikmenn yfir 3 milljónir krónur frá EA Sports“. segir varaforseti háskóladeildarinnar, Justin Falcinelli.

Þótt leikmennirnir geti ekki farið fram á sömu upphæð og þeir sem spila á hæsta stigi ameríska fótboltans eru margir sem velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að bjóða þeim meira fyrir sína vinnu. 

EA Sports Collage Football kemur á markað sumarið 2024.

mbl.is