Hollywood-stjarnan var ekki lengi að segja já

Nicolas Cage kom fram á Summer Game Fest í gær.
Nicolas Cage kom fram á Summer Game Fest í gær. Skjáskot/Youtube

Leikarinn Nicolas Cage kemur fyrir í hryllingsleiknum Dead by Daylight og verður aðgengilegur spilurum frá 25. júlí en hann kom fram á sumarleikjahátíðinni Summer Game Fest í gær.

Á hátíðinni talaði um Nicolas um hlutverk sitt í leiknum en persónan sem hann leikur kemur inn í leikinn haldandi að hann sé að fara taka þátt í nýrri bíómynd þegar hrollvekjan hefst.

Nýtt ævintýri

Ástæðan fyrir því að Nicolas Cage er hluti af leiknum segir hann að sé fjölskyldumeðlimi sínum að þakka, hann sé mikill aðdáandi kvikmynda og tölvuleikja sem snúist um það að lifa af og því var hann ekki lengi að segja já þegar tækifærið gafst.

„Dead by Daylight var tækifæri fyrir mig til þess að prófa nýja hluti, aldrei áður hefur mér verið boðið svona starf og því þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um. Núna kynnist ég nýjum heimi og við tekur nýtt ævintýri“.

Hann sagði einnig að þeir spilarar sem kjósi að nota persónuna hans muni verða hluti af honum sjálfum. „Við erum eitt, allir sem spila sem Nic Cage, og ég“. 

mbl.is