Perez fljótastur í Monza

Sergio Perez á Force India nýtti rennblautar brautir í Monza best og setti hraðasta hring fyrstu æfingar ítölsku keppnishelgarinnar.
 
Kimi Räikkönen á Ferrari og  Esteban Ocon á Force India áttu næstbestu tímana, en báðir voru þeir hálfri sekúndu lengur með hringinn en Perez.

 Brendon Haratley á Toro rosso, Daniel Ricciardo á Red Bull, Pierre Gasly á Toro Rosso, Max Verstappen á Red  Bull, Carlos Sainz á Renault, Nico Hülkenberg á Renault og Valtteri Bottas á Mercedes urðu í fjórða til tíunda sæti.

Lewis Hamilton á Mercedes átti ellefta besta hringinn, var 0,3 sekúndum lengur í förum en Bottas. Þeir óku færri hringi en flestir, Bottas átta og Hamilton sex.

Sebastian Vettel á Ferrari lét sér fjóra hringi duga og varð í 17. sæti á listanum yfir hröðustu hringi æfingarinnar.    

mbl.is