Dómarinn alltaf rétt fyrir sér

Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis.
Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Dómarinn hefur alltaf rétt fyrir sér, hans dómi verður ekki breytt og því þýðir ekki að deila við dómarann.“ Svo hljómar hluti pistils Leifs Garðarssonar, þjálfara Fylkis, þess sama og var vikið af velli eftir að hafa úthúðað dómaranum á leik Fjölnis og Fylkis fyrr í vikunni.

Pistill Leifs birtist á vef Fylkismanna um miðjan dag og ræðir hann þar almennt um gengi Fylkis í sumar sem hann segir undir væntingum.

Aðspurður vildi Leifur ekki tjá sig frekar um brottvísun sína á miðvikudaginn var né heldur hvers vegna hann taldi ástæðu til að lofa dómara sérstaklega í pistli sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina