Erum að fá færasta og sigursælasta þjálfara landsins

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson mbl.is

,,Við erum virkilega ánægðir með þessa ráðningu á Guðjóni og tel að við séum búnir að ganga frá ráðningu á færasta og sigursælasta þjálfara sem Ísland hefur alið af sér. Aðdragandinn var stuttur en ég held það sé um ein vika liðin frá því við höfum fyrst samband við hann," sagði Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs BÍ/Bolungarvík, við mbl.is en í morgun var Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari liðsins.

Athygli vekur að samningur Guðjóns við BÍ/Bolungarvík er ótímabundinn og spurður af hverju það sé sagði Samúel;

,,Það má skilgreina  þetta á marga vegu en við erum bara mjög sáttir við samninginn sem við höfum gert við Guðjón. Samningurinn er mjög góður fyrir okkur en allt sem er innifalið í honum er trúnaðamál milli stjórnar BÍ/Bolungarvíkur og Guðjóns,“ sagði Samúel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert