Gylfi mætir Lyon í Evrópudeildinni

Radamel Falcao fagnar ásamt félögum sínum í Atletico Madrid.
Radamel Falcao fagnar ásamt félögum sínum í Atletico Madrid. AFP

Dregið var í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í Sviss klukkan 13 í dag. Íslendingaliðin Ajax og Tottenham fengu Steaua og Lyon. 

Einnig var dregið í 16-liða úrslit og svo gæti farið að Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar í Tottenham mæti þar ítalska stórliðinu Inter og Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax gætu þá spilað á móti Chelsea að því gefnu að öll þessi lið komist í gegnum 32-liða úrslitin. 

Eftirtalin lið mætast í 32-liða úrslitum:

BATE Borisov - Fenerbache

Inter Mílanó -  CFR Cluj

Levante -  Olympiacos

Zenit St. Pétursborg - Liverpool

Dynamo Kiev -  Bordeaux

Leverkusen -  Benfica

Newcastle -  Metalist Kharkiv

Stuttgart -  Genk

Atlético Madrid - Rubin Kazan

Ajax - Steaua Búkarest

Basel - Dnipro

Anzhi Makhachkala - Hannover

Sparta Prag - Chelsea

Mönchengladbach - Lazio

Tottenham - Lyon

Napoli - Viktoria Plzen

Þannig líta 16-liða úrslitin út:

Napoli/Plzen - BATE/Fenerbache

Leverkusen/Benfica - Dynamo Kiev/Bordeaux

Anzhi/Hannover - Newcastle/Metalist

Stuttgart/Genk - Gladbach/Lazio

Tottenham/Lyon - Inter/Cluj

Levante/Olympiacos - Atlético Madrid/Rubin

Basel/Dnipro - Zenit/Liverpool

Ajax/Steaua - Sparta Prag/Chelsea

Kl 13:10 Úrslitaleikur keppninnar fer fram í Amsterdam hinn 15. maí 2013. Hollendingurinn Patrick Kluivert er sérstakur sendiherra úrslitaleiksins og hann mun sjá um að draga liðin sem mætast í 32- liða úrslitum. Hann þekkir sig vel í Amsterdam en hann var í liði Ajax sem sigraði í Meistaradeildinni árið 1995. 

Kl 13:00 Íslendingaliðin Tottenham og Ajax eru í pottinum að þessu sinni en þau eru með Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson innanborðs. 

Kl 12:50 Atletico Madrid sigraði í keppninni síðasta vor og liðið er nú í pottinum en framherjinn skæði Falcao hefur unnið keppnina tvö ár í röð því hann var í röðum Porto sem vann 2011. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert