Solskjær fær frest til jóla

Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær Ljósmynd/moldefk.no

Hik er á Ole Gunnar Solskjær við að skrifa undir nýjan samning um áframhaldandi þjálfun norska knattspyrnuliðsins Molde. Forráðamenn félagsins hafa beðið eftir svari frá Solskjær síðan í september. Þeir hafa núna tilkynnt Solskjær að hann fái ekki lengri umhugsunarfrest en fram til jóla.

Molde hefur náð framúrskarandi árangri undir stjórn Solskjær. M.a. varð liðið norskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari á nýafstaðinni leiktíð.

Solskjær hefur á undanförnum misserum verið orðaður við þjálfara starf hjá nokkrum félögum en lengra hefur það ekki náð og kappinn haldið tryggð við Molde.

Í september lögðu forráðamenn Molde nýjan samning fyrir Solskjær sem hann hefur ekki svarað ennþá.  Núverandi samningur hans við félagið rennur út á komandi sumri.  Solskjær er sagður vilja fá tíma til þess að fara yfir málin með fjölskydu sinni áður en hann ákveður hver næstu skref verða.

mbl.is