Samningaviðræður Reus og Dortmund í strand

Marco Reus.
Marco Reus. AFP

Þýski landsliðsmaðurinn Marco Reus, leikmaður knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund hefur hafnað viðræðum við Dortmun um að félagið kaupi út klásúlu í samningi hans við félagið um að Dortmund verði að samþykkja tilboð annarra félaga í hann, séu þau yfir ákveðinni upphæð.

Dortmund bauðst til að kaupa út klásúluna gegn veglegri hækkun á launum Reus að því er fram kemur í þýska dagblaðinu Bild í dag, en Reus hafnaði breyttum samningi. Þetta rennir stoðum undir það að Reus sé á förum frá félaginu, en hann hefur verið orðaður við félög á borð við Barcelona, Bayern München, Manchester United og Liverpool í sumar.

Talið er að lágmarksupphæð kauptilboða í Reus sem Dortmund verði að samþykkja, sé 35 milljónir evra.

mbl.is