Enrique vakti blaðamanninn (myndskeið)

Luis Enrique.
Luis Enrique. AFP

Luis Enrique, þjálfari Barcelona, gat ekki hætt að hlæja á fréttamannafundinum sem haldinn var eftir sigur Barcelona gegn Valencia í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær.

Þegar Enrique tók eftir því að einn blaðamaðurinn var sofnaður á fundinum skellti þjálfarinn upp úr og átti bágt með að hætta að hlæja eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is