Stóð við loforðið

Paulo Fonseca.
Paulo Fonseca. AFP

Paulo Fonseca þjálfari úkraínska knattspyrnuliðsins Shakhtar Donetsk skartaði Zorro grímu á andlitinu þegar hann ræddi við fréttamenn eftir sigurinn gegn Manchester City í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.

Með sigrinum tryggði Shakhtar sér sæti í 16-liða úrslitunum en liðið varð fyrst allra liða til að leggja ógnarsterkt lið Manchester City að velli í öllum keppnum á tímabilinu.

„Þetta er ánægjulegasti fréttamannafundurinn á ferli mínum og mér líður yndislega. Ég held að það séu ekki bara stuðningsmenn Shakhtar sem geta verið stoltir af okkar liði heldur allir Úkraínumenn,“ sagði Fonseca sem hafði lofað að mæta með Zorro grímu ef Shakhtar myndi vinna leikinn.

mbl.is