Líkir Pútín við Hitler vegna HM

Vladimir Pútín.
Vladimir Pútín. AFP

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, muni nota heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar til þess að bæta orðspor sitt sem leiðtoga landsins.

Líkir Johnson þá Pútín við Adolfs Hitler í aðdraganda fyrir Ólympíuleikana í Berlín 1936, þegar Hitler var leiðtogi Þýskalands áður en síðari heimsstyrjöldin braust út. 

„Sú tilhugsun að Pútín muni afhenda fyrirliða sigurvegaranna heimsmeistarabikarinn og upphefja sjálfan sig í leiðinni sem leiðtoga þessara spilltu stjórnvalda fyllir mig viðbjóði,“ var meðal annars sagt á breska þinginu.

Afar stirt er á milli Breta og Rússa þessa stundina og hafa breskir ráðamenn meðal annars ákveðið að sniðganga HM. Þá var 23 rússneskum sendiráðsmönnum vísað frá Bretlandi, en ástæðan er sú aðRúss­ar hafa ekki gefið trú­verðug svör um aðkomu sína að morðtil­ræðinu á Skripal-feðgin­in­um, sem voru fórn­ar­lömb eit­ur­efna­árás­ar í Bretlandi í byrj­un mánaðar­ins eins og ít­ar­lega hef­ur verið fjallað um á mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla