Wenger var rekinn

Wenger við undirskrift Thierry Henry árið 1999. Kaupin áttu eftir …
Wenger við undirskrift Thierry Henry árið 1999. Kaupin áttu eftir að reynast ansi drjúg fyrir Arsenal. AFP

Ian Wright, goðsögn Arsenal, fullyrðir að knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hafi verið látinn fara frá Arsenal, en í gær tilkynnti Wenger að hann hygðist hætta að þessu tímabili loknu.

„Wenger er heiðarlegur maður. Hann stendur við alla samninga sem hann hefur gert. Þess vegna tel ég að hann hafi verið látinn fara,“ sagði Wright sem starfar nú sem knattspyrnuspekingur.

Wright mærði störf Wengers og segir að hann hafi ekki alltaf fengið þá virðingu sem hann á skilið. Wenger tók við Arsenal fyrir 22 árum og hefur marga fjöruna sopið á tíma sínum hjá félaginu. Það verður þó að viðurkennast að þetta tímabil, sem verður jafnframt hans síðasta, hefur ekki verið sérlega gott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert