Egyptar brjálaðir út í Ramos

Mohamed Salah gékk grátandi af velli.
Mohamed Salah gékk grátandi af velli. AFP

Egyptinn Mo Salah þurfti að fara af velli vegna axlarmeiðsla í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta gær. Salah lenti þá illa eftir árekstur við Sergio Ramos.

Óvís er hversu lengi Salah verður frá, en Egyptar óttast að hann gæti misst af HM í Rússlandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil umræða skapaðist á Twitter vegna meiðslanna og eru landar Salah allt annað en ánægðir með Ramos.

Margir segja atvikið viljaverk hjá Ramos og að hann eigi skilið bann. Hér á neðan má sjá tvö tíst frá reiðum egypskum stuðningsmönnum.

„Það krækir enginn svona óvart í leikmann. Þetta var viljandi og hann á skilið bann," skrifaði notandinn MemoK896 á Twitter.

„Ég hef aldrei séð Egypta eins reiða á ævi minni. Ramos, hvað hefur þú gert?" skrifaði EmanMohy74. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert