Er ekki sammála Klopp

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool lét hafa eftir sér í vikunni að Þjóðadeild UEFA væri tilgangslausasta keppni í heimsfótboltanum en því er Luis Enrique landsliðsþjálfari Spánverja ekki sammála.

„Þjóðadeildin er fyrir mér mjög aðlandi keppni, fullkomin keppni. Þetta hjálpar mér að sjá mína leikmenn keppa við mótherja á okkar stigi og gefur okkur tækifæri á að vinna titil næsta sumar,“ segir Enrique.

Enrique tók við þjálfun spænska landsliðsins eftir HM í sumar og hafa Spánverjar unnið báða leiki sína í Þjóðadeildinni. Þeir byrjuðu á því að vinna 2:1 sigur á Englendingum á Wembley og tóku svo silfurliðið frá HM í sumar, Króata, í kennslustund og burstuðu þá 6:0.  Spánverjar mæta Walesverjum í vináttuleik í kvöld og leika gegn Englendingum í Þjóðadeildinni á mánudaginn.

mbl.is