Rúrik varð fyrir meiðslum

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, varð fyrir meiðslum á fæti í leik liðsins gegn Paderborn í þýsku B-deildinni á laugardaginn en Rúrik lagði þar upp eitt marka Sandhausen í 3:3 jafntefli.

Þjálfari Sandhausen, Uwe Koschinat, sagði á fréttamannafundi rétt í þessu að óvíst væri um þátttöku Rúriks í bikarleik gegn Heidenheim annað kvöld af þessum ástæðum, og auk þess þyrfti að horfa til þess að Sandhausen ætti leik gegn Dynamo Dresden í deildinni á föstudaginn.

Koschinat tók við þjálfun Sandhausen um miðjan október eftir að liðið hafði byrjað tímabilið mjög illa. Liðið hefur fengið fjögur stig í tveimur leikjum undir hans stjórn og skorað sjö mörk gegn þremur, og er komið úr beinu fallsæti í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert