Ég vildi taka vítið

Rashford að skora úr vítaspyrnunni í París í kvöld.
Rashford að skora úr vítaspyrnunni í París í kvöld. AFP

Marcus Rashford skaut Manchester United áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar hann skoraði þriðja mark United úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnuna eftir að hafa skoðað atvik sem átti sér stað í vítateig Paris SG þegar boltinn hafði viðkomu í hendi leikmanns Parísarliðsins innan vítateigs.

„Ég hugsaði bara um að halda rónni. Það er það sem þú æfir og ég vildi taka vítið. Svona augnablik eru augnablik sem við lifum fyrir. Allt virtist ætla að vera á móti okkur en við erum vanir því að takast á við svona augnablik og við sönnuðum það enn á ný.

Þetta er dásamlegt og ekki gleyma því að við vorum með tíu leikmenn sem gátu ekki verið með okkur,“ sagði Rashford eftir leikinn en hann skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert