Valencia vann Barcelona í bikarúrslitum

Kevin Gameiro skorar fyrir Valencia í dag.
Kevin Gameiro skorar fyrir Valencia í dag. AFP

Valencia er spænskur bikarmeistari í fótbolta eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik spænska bikarsins í kvöld, 2:1. 

Kévin Gameiro kom Valencia yfir á 21. mínútu og tólf mínútum síðar bætti Rodrigo við marki og tvöfaldaði forskot Valencia. Staðan í hálfleik var því 2:0. 

Ernesto Valverde, knattspyrnustjóri Barcelona, gerði tvöfalda breytingu í hálfleik og setti þá Arturo Vidal og Malcom inn á Arthur og Nélson Semedo.

Við það batnaði leikur Barcelona og Lionel Messi minnkaði muninn á 73. mínútu. Þrátt fyrir mikla pressu Barcelona á lokamínútunum kom jöfnunarmarkið ekki. 

Valencia hefur nú unnið spænsku bikarkeppnina átta sinum. Síðasti bikartitilinn kom árið 2008 og var það síðasti stóri titill félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert