Sá besti vildi yfirgefa Barcelona

Lionel Messi vildi fara frá Barcelona en ekkert tilboð barst.
Lionel Messi vildi fara frá Barcelona en ekkert tilboð barst. AFP

Lionel Messi, besti knattspyrnumaður heims og fyrirliði Barcelona, viðurkennir að hann hafi viljað yfirgefa félagið sumarið 2017. Messi og forráðamenn hans áttu þá í deildum við spænsk stjórnvöld vegna vangoldinna skatta og segir Messi að hann hafi verið tilbúinn að yfirgefa félagið en hann hefur spilað með Barcelona allan sinn feril.

„Á þessum tímapunkti vildi ég komast burt,“ sagði Messi í samtali við spænska miðilinn RAC1. „Ég vildi fara, ekki endilega frá Barcelona, ég vildi bara komast burt frá Spáni. Mér fannst ég ekki fá þá meðferð sem ég átti skilið og ég hafði engan áhuga á því að vera áfram í landi þar sem mér fannst ég ekki velkominn lengur.“

„Ég fékk hins vegar aldrei neitt alvörutilboð, örugglega vegna þess að fólk hafði ekki trú á því að ég myndi nokkurn tímann yfirgefa Barcelona. Þetta voru mjög erfiðir tímar fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Erfiðari en fólk  gerir sér grein fyrir og ég er þakklátur fyrir það að strákarnir mínir voru ekki á þeim aldrei sem þeir eru á í dag,“ sagði Messi enn fremur.

mbl.is