Tíu Þjóðverjar lögðu Eista að velli

Ilkay Gündogan fagnar marki sínu gegn Eistlandi í Tallinn í …
Ilkay Gündogan fagnar marki sínu gegn Eistlandi í Tallinn í kvöld. AFP

Þýskaland er í afar vænlegri stöðu í C-riðli undankeppni EM í knattspyrnu eftir 3:0-útisigur gegn Eistlandi í Tallinn í kvöld.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Þjóðverja en strax á 14. mínútu fékk Emre Can að líta beint rautt spjald í liði Þjóðverja fyrir ljóta tæklingu og þýska liðið því einum manni færri það sem eftir lifði leiks.

Þjóðverjum tókst ekki að skora í fyrri hálfleik og staðan markalaus í hálfleik. Ilkay Gündogan kom Þýskalandi yfir á 52. mínútu og Karol Mets varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 57. mínútu og Þjóðverjar tveimur mörkum yfir. Timo Werner innsiglaði svo sigur þýska liðsins á 71. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og þannig fóru leikar.

Þjóðverjar jafna Holland að stigum í efsta sæti C-riðils eftir sigur kvöldsins en bæði lið eru með 15 stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Norður-Írar koma þar á eftir með 12 stig  en Norður-Írar eiga eftir að mæta bæði Hollendingum og Þjóðverjum í lokaleikjum riðlakeppninnar og því er C-riðillinn enn þá galopinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert