Batshuayi hetja Chelsea

Michy Batshuayi og Frank Lampard fagna í leikslok.
Michy Batshuayi og Frank Lampard fagna í leikslok. AFP

Chelsea vann sinn annan sigur í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni er liðið heimsótti Ajax í Amsterdam og vann 1:0-sigur. Varamaðurinn Michy Batshuayi skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. 

Leikurinn var jafn og var lítið um opin marktækifæri. Quincy Promes hélt hann væri að koma Ajax yfir í fyrri hálfleik en mark sem hann skoraði var dæmt af vegna rangstöðu eftir að myndbandsdómgæslu. Um millimetra var að ræða. 

Christian Pulisic og Michy Batshuayi komu inn á í seinni hálfleik hjá Chelsea og við það varð sóknarleikurinn beittari og á 86. mínútu skilaði hann loks árangri. Batshuayi negldi þá boltanum í slánna og inn af stuttu færi eftir flotta fyrirgjöf Pulisic.  

Ajax og Chelsea eru saman á toppi riðilsins með sex stig. Valencia getur farið upp að hlið þeirra með sigri á Lille í kvöld. 

Í Þýskalandi vann Leipzig sterkan 2:1-sigur á Zenit Pétursborg. Yaroslav Rakitskiy kom Zenit yfir á 25. mínútu en Konrad Laimer og Marcel Sabitzer sneru taflinu við í seinni hálfleik og tryggðu Leipzig sigur. Leipzig er á toppi riðilsins með sex stig en Lyon og Zenit koma þar á eftir með fjögur stig. 

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Ajax 0:1 Chelsea opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is