Lloyd nærri þrennu í sigri á Svíum

Emma Kulberg og Carli Lloyd í baráttunni í nótt að …
Emma Kulberg og Carli Lloyd í baráttunni í nótt að íslenskum tíma. AFP

Bandaríkin unnu 3:2-sigur gegn Svíþjóð í fyrsta leik bandaríska liðsins undir stjórn þjálfarans Vlatko Andonovski í nótt. Um var að ræða vináttulandsleik sem fram fór í Columbus í Ohio.

Bandaríkin hafa nú leikið 22 leiki í röð án taps og unnið 19 þeirra.

Carli Lloyd kom heimsmeisturunum yfir strax á 6. mínútu og hún jók muninn í 3:0 eftir hálftíma leik, eftir að Christen Press hafði einnig skorað. Þannig var staðan þar til kortér var eftir en Svíþjóð hleypti spennu í leikinn með tveimur mörkum Anna Anvegård á fimm mínútum, en hún hafði komið inn á sem varamaður á 71. mínútu.

Lloyd fékk færi á að fullkomna þrennuna á 81. mínútu en klúðraði þá vítaspyrnu.

mbl.is