Tap gegn toppliðinu

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Al-Arabi í dag.
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Al-Arabi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al-Arabi töpuðu 3:1-fyrir toppliði Al-Duhail á heimavelli í katörsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Aron Einar lék allan leikinn á miðjunni hjá Al-Arabi en Ali Almoez kom Al-Duhail yfir á 4. mínútu.

Hamdi Haraboui jafnaði metin fyrir Al-Arabi úr vítaspyrnu áður en Edmilson Junior kom Al-Duhail aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Ali Almoez sem innsiglaði sigur Al-Duhail með marki í uppbótartíma og þar við sat.

Al-Arabi er í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig, 15 stigum minna en topplið Al-Duhail, og sex stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Asíu. Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert