Þrjú af fjórum mörkum voru íslensk

Hólmbert Aron skallar að marki í dag.
Hólmbert Aron skallar að marki í dag. Ljósmynd/Aalesund

Norska knattspyrnuliðið Aalesund hitar nú upp fyrir komandi tímabil í norsku úrvalsdeildinni með æfingaleikjum. Liðið vann 4:2-sigur á Hødd í dag og voru Íslendingar áberandi. 

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði annað og fjórða mark Aalesund og Daníel Leo Grétarsson skoraði þriðja markið. Daníel lék fyrri hálfleikinn og Hólmbert fyrstu 62 mínúturnar. Davíð Kristján Ólafsson kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. 

Þá skoraði Guðmundur Andri Tryggvason mark Start í 1:1-jafntefli við Flekkerøy. Start og Aalesund fóru saman upp úr norsku B-deildinni á síðustu leiktíð og spila því í efstu deild. Jóhannes Harðarson er þjálfari Start. 

Norska deildin hefst í apríl. Aalesund byrjar á leik við Haugesund á heimavelli og Start spilar útileik við Kristiansund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert