Sara Björk og stöllur unnu stórt í endurkomunni

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Wolfsburg

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur í Wolfsburg sneru aftur í þýsku efstu deildinni í knattspyrnu í dag eftir tæplega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Toppliðið fékk Köln í heimsókn.

Sara var í byrjunarliði heimakvenna og spilaði allan tímann í öruggum 4:0-sigri en Wolfsburg, sem spilaði síðast 1. mars, er á toppi deildarinnar með 49 stig eftir 17 umferðir.

Sara hef­ur orðið meist­ari þrjú ár í röð með Wolfs­burg og stefn­ir á fjórða titil­inn í sumar áður en hún fer frá fé­lag­inu er samningur hennar rennur út. Er hún m.a. orðuð við Evr­ópu­meist­ar­ana Lyon. Tíma­bilið í þýsku kvenna­deild­inni á að halda áfram frá og með 29. maí og þar er Wolfs­burg með átta stiga for­ystu þegar sex um­ferðir eru eft­ir.

Lokaumferðin fer fram 28. júní er Bayer Leverkusen kemur í heimsókn. Bayern München er í 2. sæti með 38 stig og Hoffenheim í þriðja með 37 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert