Leipzig skaust upp í þriðja sæti

Dani Olmo og Timo Werner fagna.
Dani Olmo og Timo Werner fagna. AFP

Leipzig er komið upp í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 4:2-sigur á Köln á útivelli í dag. Leipzig er nú með 58 stig, tveimur stigum á eftir Dortmund í öðru sæti og níu stigum á eftir toppliði Bayern München. 

Staðan, úrslit og næstu leikir í þýsku 1. deildinni

Jhon Córdoba kom Köln yfir á sjöundu mínútu, en Leipzig fór  eð 2:1-forystu inn í hálfleikinn eftir mörk Patrik Schick á 20. mínútu og Christopher Nkunku á 38. mínútu. 

Timo Werner bætti við þriðja marki Leipzig, áður en Anthony Modeste minnkaði muninn í 3:2 á 55. mínútu. Leipzig átti hinsvegar lokaorðið því Dani Olmo skoraði fjórða mark Leipzig á 57. mínútu og þar við sat. 

Staðan í þýsku 1. deildinni.
Staðan í þýsku 1. deildinni. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert