Xavi að snúa aftur heim?

Xavi Hernández verður næsti knattspyrnustjóri Barcelona samkvæmt fréttum frá Spáni.
Xavi Hernández verður næsti knattspyrnustjóri Barcelona samkvæmt fréttum frá Spáni. AFP

Xavi Hernández, fyrrverandi fyrirliði knattspyrnuliðs Barcelona á Spáni, er orðaður við endurkomu til félagsins en það er Sportsmail sem greinir frá þessu. Xavi mun hins vegar ekki taka takkaskóna af hillunni heldur sjá forráðamenn félagsins Xavi fyrir sér sem næsta stjóra liðsins.

Framtíð Quique Setién, stjóra Barcelona, er í mikilli óvissu en hann tók við liðinu í janúar á þessu ári af Ernesto Valverde sem var látinn taka pokann sinn. Gengi liðsins undir stjórn Setién hefur hins vegar verið óstöðugt en liðið er nú 4 stigum á eftir toppliði Real Madrid í spænsku 1. deildinni þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Xavi er 40 ára gamall en hann var orðaður við stjórastöðuna hjá félaginu í janúar áður en Setién tók við. Spánverjinn var ekki tilbúinn að taka við liðinu á þeim tímapunkti en er nú sagður tilbúinn að stýra liðinu og taka við í sumar. Xaxi lék með Barcelona á árunum 1998 til 2015 en hann lék 767 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert