Everton með tilboð í leikmann Real Madrid

Sergio Reguilon í leik með Sevilla á tímabilinu.
Sergio Reguilon í leik með Sevilla á tímabilinu. AFP

Enska knattspyrnufélagið Everton hefur lagt fram 18 milljón punda tilboð í Sergio Reguilon, vinstri bakvörð Real Madrid. Reguilon er 23 ára og var valinn besti vinstri bakvörðurinn í spænsku 1. deildinni á síðustu leiktíð er hann var lánsmaður Sevilla. 

Hafnaði Sevilla í fjórða sæti deildarinnar og var Reguilon einn besti leikmaður liðsins. Everton vill fá nýjan vinstri bakvörð eftir að Leighton Baines tilkynnti um síðustu helgi að skórnir væru komnir á hilluna. 

Real er í fínum málum þegar kemur að leikmönnum í stöðuna þar sem Marcelo og Ferland Mendy eru fyrir hjá félaginu. 

mbl.is