Sara Björk og stöllur leika til úrslita

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Lyon

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, landsliðsfyr­irliði í knatt­spyrnu, og stöllur hennar í Lyon eru komnar í úrslit franska deildabikarsins eftir 1:0-sigur á Guingamp í undanúrslitunum í dag.

Sara byrjaði á varamannabekknum í dag og kom inn á 70. mínútu, fimm mínútum eftir að Nikita Parris skoraði sigurmark leiksins. Úrslitaleikurinn fer fram í Auxerre 9. ágúst og mun Lyon þar mæta annaðhvort Bordeaux eða PSG en þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld.

mbl.is