Getur spilað til fertugs

David Silva hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester City.
David Silva hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester City. AFP

Knatt­spyrnumaður­inn Dav­id Silva hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester City í úrvalsdeildinni en Spánverjinn er 34 ára og mun leita að nýrri áskorun eftir Meistaradeildina en hann hefur verið tíu ár í Manchester.

Ítalskir fjölmiðlar hafa undanfarið sagt frá því að hann sé á leiðinni til Lazio og hefur faðir hans, Fernando, nú blásið byr undir þann orðróm. „Ég get staðfest að honum líkar vel við ítölsku deildina, hann myndi njóta þess að spila þar. Hann sagði mér að hann gæti spilað á Ítalíu til fertugs,“ sagði Fernando Silva í viðtali við El Transistor.

Hann spilaði 309 leiki fyrir City, varð ensk­ur meist­ari fjór­um sinn­um með fé­lag­inu og er einn sig­ur­sæl­asti leikmaður deild­ar­inn­ar. Silva hef­ur skorað 60 deild­ar­mörk á Englandi en hann kom frá Valencia í heima­land­inu árið 2010. Auk fjög­urra Eng­lands­meist­ara­titla hef­ur hann orðið ensk­ur bikar­meist­ari tvisvar og deilda­bikar­meist­ari fimm sinn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert