Fullyrt að Real muni bjóða í Mbappé

Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe. AFP

Eurosport fullyrðir að Real Madrid muni gera PSG gott tilboð í franska landsliðsmanninn, Kylian Mbappe, í þeirri von um að fá hann til félagsins sumarið 2021. 

Eurosport á Spáni hefur heimildir fyrir þessu sem sagðar eru komnar frá innanbúðarmanni hjá Real Madrid. 

Mbappe er aðeins 21 árs en hefur verið mest spennandi knattspyrnumaður heims síðustu tvö til þrjú árin. Hann er með samning við Paris St. Germain til ársins 2022 og fluttar hafa verið fréttir af því að hann ætli sér ekki að semja aftur við Parísarliðið.

Samkvæmt heimildum Eurosport er litið þannig á innan Real Madrid að Mbappe sé leikmaður sem geti hrifið stuðningsmenn Real og viðhaldið áhuga þeirra á liðinu en Real Madrid hefur gjarnan teflt fram stjörnuleikmönnum í sínu liði síðustu í gegnum áratugina.

París St. Germain keypti Mbappe frá Mónakó á sínum tíma og greiddi fyrir hann 180 milljónir evra. Félagið mun því væntanlega reyna að fá sem mest fyrir Mbappe sumarið 2021 ef ekki tekst að semja við hann aftur. 

mbl.is