Rekinn eftir enn eitt tapið

Leikmenn Huesca umkringja Ousmane Dembélé, leikmann Barcelona, í leik liðanna …
Leikmenn Huesca umkringja Ousmane Dembélé, leikmann Barcelona, í leik liðanna á dögunum. AFP

Huesca, sem situr á botni spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu, rak knattspyrnustjórann Miguel Sánchez eftir ósigur gegn Real Betis á heimavelli í gærkvöld, 0:2.

Skömmu eftir að leiknum lauk birtist tilkynning á heimasíðu félagsins um að Míchel, eins og hann er kallaður, hefði verið látinn taka pokann sinn ásamt öllu þjálfarateyminu.

Huesca vann B-deildina á síðasta tímabili, eftir að hafa leikið í fyrsta sinn í efstu deild tímabilið 2018-19. Liðið hefur nú aðeins unnið einn af átján leikjum sínum á þessu tímabili og situr á botninum með 12 stig, sex stigum frá því að komast úr fallsæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert