Fimm stiga forysta á Spáni

Luis Suárez og félagar eru á toppnum.
Luis Suárez og félagar eru á toppnum. AFP

Atlético Madríd er með fimm stiga forystu og á leik til góða á toppi spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu en liðið vann 2:0-sigur á Villarreal í kvöld.

Toppliðinu hefur aðeins fatast flugið undanfarið og var það aðeins búið að vinna einn af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir kvöldið í kvöld. Heimamenn urðu fyrir því óláni snemma leiks að skora sjálfsmark og Joao Felix bætti svo við marki á 69. mínútu.

Atlético er með 58 stig, fimm stigum á undan Barcelona sem hefur leikið 25 leiki. Þá er Real Madríd í 3. sætinu með 52 stig eftir 24 leiki.

mbl.is