Real Madrid ætlar ekki að selja

Martin Ødegaard í leik með Arsenal á dögunum.
Martin Ødegaard í leik með Arsenal á dögunum. AFP

Norski knattspyrnumaðurinn Martin Ødegaard verður ekki seldur frá Real Madrid í sumar.

Það er Marca sem greinir frá þessu en Ødegaard hefur verið sterklega orðaður við Arsenal að undanförnu.

Norski sóknarmaðurinn er sem stendur á láni hjá Arsenal þar sem hann hefur slegið í gegn en enska félagið vill kaupa leikmanninn í sumar.

Ødegaard er 22 ára gamall en hann gekk til liðs við Real Madrid þegar hann var sextán ára gamall árið 2015.

Honum hefur ekki tekist að vinna sér inn fast sæti í liði Real Madrid en hann hefur leikið sem lánsmaður hjá Heerenveen, Vitesse og Real Sociedad frá því hann gekk til liðs við Real Madrid.

Ødegaard hefur byrjað sex leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað eitt mark.

Hann á að baki 28 landsleiki fyrir Noreg en hann er verðmetinn á 50 milljónir punda.

mbl.is