73 ára kominn í nýtt starf

Dick Advocaat er orðinn landsliðsþjálfari Íraks.
Dick Advocaat er orðinn landsliðsþjálfari Íraks. AFP

Hollenski knattspyrnustjórinn Dick Advocaat er orðinn landsliðsþjálfari karlaliðs Íraks. Hann mun stýra liðinu í undankeppni HM 2022 og freistar þess að koma liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar.

Advocaat er 73 ára og eins aldur Hollendingsins gefur til kynna er hann reynslumikill. Til að nefna örfá störf þá hefur hann stýrt hollenska landsliðinu, PSV, Rangers, Borussia Mönchengladbach, Suður-Kóreu, Zenit, AZ Alkmaar, Belgíu, Rússlandi, Feyenoord og Sunderland.

Írak hefur aðeins einu sinni leikið á lokamóti HM, í Mexíkó 1986. Þá tapaði liðið öllum leikjum sínum í riðlakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert