Varði mark Midtjylland í Evrópudeildinni

Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland.
Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland þegar liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Ludogoretz í F-riðli Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu í Danmörku í kvöld.

Gustav Isaksen kom Midtjylland yfor strax á 3. mínútu áður en Kiril Despodov jafnaði metin fyrir búlgarska liðið á 32. mínútu.

Í hinum leik riðilsins vann Rauða stjarnan 2:1-sigur gegn Braga í Serbíu og Rauða stjarnan og Midtjylland eru því í efstu sætunum eftir fyrstu umferðina með 3 stig hvor.

mbl.is