Hneig niður í Noregi

Emil Pálsson.
Emil Pálsson. Ljósmynd/Sarpsborg

Emil Pálsson, leikmaður Sogndal í Noregi, hneig niður í leik liðsins gegn Stjördals Blink í norsku B-deildinni í knattspyrnu á Fosshaugane-vellinum í Sogndal í dag. Það er norski miðillinn Aftenposten sem greinir frá þessu.

Ekki er vitað með vissu hvað gerðist en atvikið átti sér stað á 12. mínútu og var leikurinn samstundis flautaður af. Leikmönnum beggja liða var svo vísað í átt að búningsherbergjum í stöðunni 1:0, Sogndal í vil.

Samkvæmt frétt norska miðilsins hneig Emil niður í miðjum leik með þeim afleiðingum að læknar og sjúkraþjálfarar beggja liða þurftu að beita þurfti skyndihjálp á vellinum.

„Leikmaðurinn var með meðvitund þegar hann var fluttur með sjúkraflugi á Haukeland-sjúkrahúsið í Bergen,“ segir meðal annars í frétt Aftenposten.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert