Milos aftur orðaður við Rosenborg

Milos Milojevic á hliðarlínunni sem þjálfari Breiðabliks.
Milos Milojevic á hliðarlínunni sem þjálfari Breiðabliks. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari knattspyrnuliða Víkings og Breiðabliks, er á ný sterklega orðaður við starf þjálfara norska félagsins Rosenborg.

Það sama var uppi á teningunum fyrir mánuði síðan þegar fjölmiðlar í Noregi og Svíþjóð flutti fréttir af líklegum vistaskiptum Milosar frá Hammarby í Stokkhólmi til Rosenborg, en hvorugt félagið né Milos vildu staðfesta að fótur væri fyrir þeim fréttum.

Nú er það Nettavisen í Noregi sem segir að Milojevic sé tilbúinn til að taka við Rosenborg en ennþá eigi eftir að ganga frá lausum endum. Meðal annars sé norska liðið ekki búið að ná samkomulagi við Hammarby um að fá hann lausan.

Íþróttastjórar beggja félaga neita sem fyrr að segja nokkuð um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert