Sonur minn mikilvægari en landsliðið

„Það er mikilvægara fyrir mig að vera með fjölskyldunni en landsliðinu,“ sagði knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðlaugur Victor, sem er 31 árs gamall, var í stóru hlutverki þegar Erik Hamrén og Freyr Alexandersson stýrði liðinu frá 2018 til ársins 2020.

Arnar Þór Viðarsson tók svo við liðinu í desember 2020 en Guðlaugur hefur ekki gefið kost á sér í síðustu verkefni liðsins.

„Ég er alveg spurður út í það af hverju ég sé ekki landsliðinu en það skilja allir hvað býr að baki,“ sagði Guðlaugur.

„Sonur minn býr í Kanada og ég fæ fimm vikna frí og fæ því fimm vikur með honum sem er mikilvægara fyrir mig.

Ég er ekki hættur í landsliðinu,“ bætti Guðlaugur svo við.

Viðtalið við Guðlaug Victor í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert