Brynjar vann Íslendingaslaginn

Brynjar Björn Gunnarsson er að gera flotta hluti með Örgryte.
Brynjar Björn Gunnarsson er að gera flotta hluti með Örgryte. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örgryte hafði betur gegn Örebro á útivelli í Íslendingaslag í sænsku B-deildinni í fótbolta í kvöld, 1:0.

Valgeir Valgeirsson var í byrjunarliði Örebro í fyrsta skipti og lék fyrstu 85 mínúturnar. Axel Óskar Andrésson leysti hann af hólmi. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfar Örgryte.

Örebro er í níunda sæti með 23 stig og Örgryte í 15. sæti með 17 stig, nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Hagur liðsins hefur vænkast töluvert með innkomu Brynjars Bjarnar.

Brynjar Björn var þjálfari Valgeirs hjá HK á sínum tíma og hafði því betur gegn gamla lærisveininum. 

mbl.is