Pelé á batavegi

Pelé er afar vinsæll í heimalandinu og stuðningsmenn Brasilíu á …
Pelé er afar vinsæll í heimalandinu og stuðningsmenn Brasilíu á HM hafa sent honum góðar kveðjur úr stúkunni. AFP/Kiril Kudryavtsev

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er á batavegi og verður væntanlega útskrifaður af Albert Einstein-spítalanum í São Paulo á næstu dögum.

Hinn 82 ára gamli Pelé hefur glímt við heilsubrest að undanförnu og legið á sjúkrahúsi með sýkingu í öndunarfærum, eftir kórónuveirusmit. Þá er hann einnig í lyfjameðferð vegna krabbameins.

Í yfirlýsingu spítalans í dag kemur fram að Pelé sé á batavegi og hann verði að öllu óbreyttu útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum.

Fjölmiðlar í Brasilíu greindu frá því á dögunum að Pelé væri kominn á líknandi meðferð, en hann virðist nú á batavegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert