Allar þjóðir heims kenni leikvang við Pelé

Pelé
Pelé AFP/Charles Dharapak

Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hvatti þjóðir heims, við kistulagningu brasilísku knattspyrnugoðsagnarinnar Pelé, að kenna einn leikvang í hverju landi við Brasilíumanninn.

Pelé lést 29. desember, 82 ára að aldri. Síðan hefur þjóðarsorg verið lýst yfir í Brasilíu og fjölmargir hafa vottað honum virðingu sína. Kistulagning fór fram í gær en útförin fer fram í dag. Pelé er talinn einn allra besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort af verður og þá hvernig útfærslan verður. Hvernig verða leikvangarnir valdir og svo framvegis.

Pelé kom til Íslands árið 1991 og í heimsókn sinni vígði hann meðal annars grasvöllinn á Egilsstöðum. Verður hann Pelé-völlurinn? Það verður framtíðin að leiða í ljós.

Infantino var viðstaddur kistulagningu Pelé í gær. Útförinn fer fram …
Infantino var viðstaddur kistulagningu Pelé í gær. Útförinn fer fram í dag. AFP/Carl De Souza
Pelé og Ásgeir Sigurvinsson ásamt kvennaliði Hattar sem í lok …
Pelé og Ásgeir Sigurvinsson ásamt kvennaliði Hattar sem í lok sumars 1991 tryggði sér sæti í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Ljósmynd/Austurfrétt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert